Ástþór eyðir langmestu Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 12:14 Ástþór sýnir Ásdísi Rán bókina góðu. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira