„Þetta er bara eins og að finna gull“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 11:42 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára. Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára.
Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira