„Finnst þetta geðveikur sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:34 Aron Pálmarsson steig upp í kvöld. Vísir/Diego Aron Pálmarsson steig upp undir lok leiks er FH-ingar tóku forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla með dramatískum eins marks sigri gegn AFtureldingu í kvöld, 27-26. „Ég er mjög stoltur af þessum sigurleik þar sem við erum vanalega búnir að vera liðið sem leiðir leikina í vetur og klárum það síðan þannig, en það var akkúrat öfugt í dag,“ sagði Aron í leikslok. „Þetta var erfitt og mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hrikalega vel og lokum gersamlega vörninni. Þeir skora ekki fyrr en eftir níu mínútur og það var eftir mistök frá okkur sóknarlega.“ „Svo er þetta bara stál í stál, en þeir leiða svolítið og við alltaf að elta. En eins og ég segi þá finnst mér þetta geðveikur sigur. Að ná að vinna eftir að hafa verið að elta nánast allan tímann.“ FH-ingar fengu þó fullt af tækifærum til að ná yfirhöndinni í leiknum og voru til að mynda tveimur mönnum fleiri í tvígang og einu sinni þremur mönnum fleiri. „Þeir voru bara klókir fannst mér. Ég held að við höfum klikkað á einu færi í þessum svaka yfirtölum og mér fannst við nýta það vel sóknarlega. En þeir voru klókir sóknarlega hjá sér, eyddu miklum tíma og mér fannst mennirnir þeirra vera komnir hættulega fljótt inn á. Þeir gerðu þetta bara vel, en á sama tíma er ég bara óánægður með hvernig við spilum þessar fyrstu 30 mínútur. Við erum tíu sinnum betri en þetta. Þetta er of tæpt og við megum ekki leika okkur að eldinum. Við þurfum að sýna allar okkar bestu hliðar frá fyrstu mínútu og það verður áskorunin okkar á miðvikudaginn.“ Þá segir Aron að hann hafi fundir fyrir því undir lok leiks að hann þyrfti að stíga upp á ögurstundu. „Ég reyndi það aðeins í fyrri, en þeir brugðust aðeins öðruvísi við en í síðasta leik. Án þess að vera eitthvað leiðinlegur þá held ég að þessar síðustu tíu hafi ég skorað þrjú og örugglega átt hin fjögur, fimm mörkin. Þannig ég er bara ánægður með mitt framlag í þessum leik. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af þessum sigurleik þar sem við erum vanalega búnir að vera liðið sem leiðir leikina í vetur og klárum það síðan þannig, en það var akkúrat öfugt í dag,“ sagði Aron í leikslok. „Þetta var erfitt og mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hrikalega vel og lokum gersamlega vörninni. Þeir skora ekki fyrr en eftir níu mínútur og það var eftir mistök frá okkur sóknarlega.“ „Svo er þetta bara stál í stál, en þeir leiða svolítið og við alltaf að elta. En eins og ég segi þá finnst mér þetta geðveikur sigur. Að ná að vinna eftir að hafa verið að elta nánast allan tímann.“ FH-ingar fengu þó fullt af tækifærum til að ná yfirhöndinni í leiknum og voru til að mynda tveimur mönnum fleiri í tvígang og einu sinni þremur mönnum fleiri. „Þeir voru bara klókir fannst mér. Ég held að við höfum klikkað á einu færi í þessum svaka yfirtölum og mér fannst við nýta það vel sóknarlega. En þeir voru klókir sóknarlega hjá sér, eyddu miklum tíma og mér fannst mennirnir þeirra vera komnir hættulega fljótt inn á. Þeir gerðu þetta bara vel, en á sama tíma er ég bara óánægður með hvernig við spilum þessar fyrstu 30 mínútur. Við erum tíu sinnum betri en þetta. Þetta er of tæpt og við megum ekki leika okkur að eldinum. Við þurfum að sýna allar okkar bestu hliðar frá fyrstu mínútu og það verður áskorunin okkar á miðvikudaginn.“ Þá segir Aron að hann hafi fundir fyrir því undir lok leiks að hann þyrfti að stíga upp á ögurstundu. „Ég reyndi það aðeins í fyrri, en þeir brugðust aðeins öðruvísi við en í síðasta leik. Án þess að vera eitthvað leiðinlegur þá held ég að þessar síðustu tíu hafi ég skorað þrjú og örugglega átt hin fjögur, fimm mörkin. Þannig ég er bara ánægður með mitt framlag í þessum leik.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira