„Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:29 Finnur Freyr, þjálfari Vals Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. „Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira