„Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:29 Finnur Freyr, þjálfari Vals Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. „Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
„Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira