Atalanta getur enn endað í þriðja sæti og Empoli hélt sér uppi á hádramatískan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 20:50 Ademola Lookman skoraði að sjálfsögðu í dag. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Atalanta vann Torino 3-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í fótbolta, í dag og á enn möguleika á að enda í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið á enn einn leik eftir á meðan nær öll önnur lið hafa nú lokið leik á tímabilinu 2023-24. Þá hélt Empoli sér í deild þeirra bestu þökk sé sigurmarki í uppbótartíma. Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira