Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 08:34 Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs. Aðsend Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu.
Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent