Allir um borð í rútunni Íslendingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 20:49 Allir um borð í rútunni voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Áverkar farþega voru af ýmsum toga, allt frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka. Júlíus Örn Sigurðarson Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar. Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar.
Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36