Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Arnþór Ingi er ólíkindatól. vísir/hulda margrét Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni. Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu. Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu.
Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira