Pólítísk aflúsun Ólafur Þór Ólafsson skrifar 25. maí 2024 18:30 Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það. Skipulagt pólitískt starf er grunnurinn Virk þátttaka í stjórnmálum er grunnurinn að því lýðræðisríki sem við búum í og stjórnmálaflokkar eru faratækin fyrir ólík sjónarmið og mismunandi hagsmuni. Vissulega er flokkafyrirkomulagið langt frá því að vera fullkomið, en það er samt sem áður besta leiðin sem við eigum til að taka sameiginlegar ákvarðanir í flóknu samfélagi. Mér finnst ástæða til þess að fagna því þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og tekur samfélagslega ábyrgð með þátttöku í skipulögðu í pólitísku starfi. Mér finnst það líka kostur að vita af forsetaframbjóðendum sem hafa tekist á við slíka ábyrgð og það er gagnlegt til þess að átta sig á því fyrir hvað þeir standa. Það er engin ástæða til þess að skammast sín Ég er ekki búinn að ákveða hvert atkvæði mitt fer í þessum forsetakosningum enda góður hópur af frambærilegu fólki í framboði. Það mun líklegast fara til frambjóðanda sem hefur verið virkur þátttakandi í stjórmálum frekar en til einhvers sem vill sverja sig frá slíku. Það er nefnilega alls engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í pólitík. Höfundur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í meira en 20 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það. Skipulagt pólitískt starf er grunnurinn Virk þátttaka í stjórnmálum er grunnurinn að því lýðræðisríki sem við búum í og stjórnmálaflokkar eru faratækin fyrir ólík sjónarmið og mismunandi hagsmuni. Vissulega er flokkafyrirkomulagið langt frá því að vera fullkomið, en það er samt sem áður besta leiðin sem við eigum til að taka sameiginlegar ákvarðanir í flóknu samfélagi. Mér finnst ástæða til þess að fagna því þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og tekur samfélagslega ábyrgð með þátttöku í skipulögðu í pólitísku starfi. Mér finnst það líka kostur að vita af forsetaframbjóðendum sem hafa tekist á við slíka ábyrgð og það er gagnlegt til þess að átta sig á því fyrir hvað þeir standa. Það er engin ástæða til þess að skammast sín Ég er ekki búinn að ákveða hvert atkvæði mitt fer í þessum forsetakosningum enda góður hópur af frambærilegu fólki í framboði. Það mun líklegast fara til frambjóðanda sem hefur verið virkur þátttakandi í stjórmálum frekar en til einhvers sem vill sverja sig frá slíku. Það er nefnilega alls engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í pólitík. Höfundur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í meira en 20 ár.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar