Timberwolves voru með yfirhöndina fyrst um sinn í leiknum, 12 stigum yfir í hálfleik og virtust ætla að jafna einvígið.
En Mavericks gerðu vel, þá sérstaklega Kyrie Irving sem sjóðhitnaði í þriðja leikhluta. Að ógleymdum Doncic sem endaði leikinn með 32 stiga þrefalda tvennu og skoraði sigurkörfu leiksins.
LUKA GAME WINNER OVER RUDY GOBERT 🤯 pic.twitter.com/e7PfDgYYdz
— SportsCenter (@SportsCenter) May 25, 2024
„Ég hreyfi mig ekki hratt, en ég get hreyft mig hraðar en hann,“ sagði Doncic í viðtali strax eftir leik á TNT.
Stjörnur Timberwolves voru í svolitlu brasi fyrir aftan þriggja stiga línuna, Anthony Edwards hitti úr 2 af 7 og Karl Anthony-Towns úr 1 af 5. Naz Reid, sjötti maður ársins, dró vagninn með 7 þrista úr 9 skotum.
Mavericks halda því heim til Dallas í afar góðri stöðu og eiga framundan tvo heimaleiki sem gætu tryggt liðið áfram í úrslit í fyrsta sinn síðan 2011.