Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 08:53 Lagt er til að börnum yngri en 16 ára verði ekki heimilt að eiga farsíma eða vera á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum. Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum.
Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira