Segja fiskiolíu geta aukið líkurnar á gáttatifi og heilablóðfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 10:53 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Vísindamenn segja mögulega tímabært að leggja lýsispillurnar á hilluna, eða láta þær vera í hillunum, en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis. Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar. Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira