Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 23:30 Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Einar Árnason Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Reykjavíkurflugvelli en þangað voru þá komnar tvær flugvélar af þeim fimm sem áætlað er að millilendi á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Fjöldi fólks mætti til að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Einar Árnason Þær eru allar af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, eins og herútgáfan kallast. Þær munu taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum svokallaða. Þessi DC 3-vél var smíðuð til farþegaflugs árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni.Einar Árnason Þriðja flugvélin og sú frægasta í þessum leiðangri, sem nefnist „That’s All, Brother”, lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld. Fjórða vélin er strand í Narsarsuaq á Grænlandi vegna bilaðrar bensíndælu og fimmta vélin bíður sömuleiðis viðgerðar í Bandaríkjunum til að geta haldið för áfram. Jafnt ungir sem gamlir komu til að skoða flugvélarnar í kvöld.Einar Árnason Fyrir áhugamenn um sögu styrjaldarinnar og flugsöguna var hins vegar fagnaðarefni að sjá „That’s All, Brother” koma inn til lendingar í kvöld. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í stríðinu. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðargersemi. Flugvélarnar eru komnar á níræðisaldurinn, voru smíðaðar á árunum 1941 til 1944.Einar Árnason Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði þetta veislu fyrir flugáhugamenn. „Já, heldur betur. Þegar við sýnum og leyfum fólki að skoða þessar vélar í þessu návígi þá kemur alltaf fjöldi manns að skoða. Þetta er alveg frábært tækifæri til að sjá þessar sögufrægu vélar. Þeim fækkar kannski tækifærunum hér eftir því sem fram líða stundir að sjá þessar vélar í flughæfu ástandi og fljúgandi,” sagði Matthías. Flugvélarnar eru norðan við Loftleiðahótelið.Einar Árnason Það segir sitt um þróun mála að fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst, millilentu fimmtán þristar í Reykjavík. Núna er áformað að þeir verði aðeins fimm, af þeim hafa tveir bilað á leiðinni. „Þetta hefst nú allt vonandi fyrir rest. En það er rétt, þeim fer fækkandi. Þessvegna er kjörið tækifæri að mæta og skoða þessar vélar núna, bara í miklu návígi, að geta snert þær og skoðað þær bara í fyrstu persónu,” sagði Matthías. Flugvélin Placid Lassie, máluð með innrásarröndum D-dagsins 6. júní 1944.Einar Árnason Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra þriggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför klukkan 8:30 í fyrramálið, á miðvikudagsmorgni. Vonast er til að tvær þær síðustu, sem biluðu á leiðinni, skili sér til Íslands á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá forystuvél Normandí-innrásarinnar koma inn til lendingar fyrir fimm árum, í leiðangri til að minnast 75 ára afmælis D-dagsins: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Reykjavíkurflugvelli en þangað voru þá komnar tvær flugvélar af þeim fimm sem áætlað er að millilendi á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Fjöldi fólks mætti til að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Einar Árnason Þær eru allar af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, eins og herútgáfan kallast. Þær munu taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum svokallaða. Þessi DC 3-vél var smíðuð til farþegaflugs árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni.Einar Árnason Þriðja flugvélin og sú frægasta í þessum leiðangri, sem nefnist „That’s All, Brother”, lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld. Fjórða vélin er strand í Narsarsuaq á Grænlandi vegna bilaðrar bensíndælu og fimmta vélin bíður sömuleiðis viðgerðar í Bandaríkjunum til að geta haldið för áfram. Jafnt ungir sem gamlir komu til að skoða flugvélarnar í kvöld.Einar Árnason Fyrir áhugamenn um sögu styrjaldarinnar og flugsöguna var hins vegar fagnaðarefni að sjá „That’s All, Brother” koma inn til lendingar í kvöld. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í stríðinu. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðargersemi. Flugvélarnar eru komnar á níræðisaldurinn, voru smíðaðar á árunum 1941 til 1944.Einar Árnason Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði þetta veislu fyrir flugáhugamenn. „Já, heldur betur. Þegar við sýnum og leyfum fólki að skoða þessar vélar í þessu návígi þá kemur alltaf fjöldi manns að skoða. Þetta er alveg frábært tækifæri til að sjá þessar sögufrægu vélar. Þeim fækkar kannski tækifærunum hér eftir því sem fram líða stundir að sjá þessar vélar í flughæfu ástandi og fljúgandi,” sagði Matthías. Flugvélarnar eru norðan við Loftleiðahótelið.Einar Árnason Það segir sitt um þróun mála að fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst, millilentu fimmtán þristar í Reykjavík. Núna er áformað að þeir verði aðeins fimm, af þeim hafa tveir bilað á leiðinni. „Þetta hefst nú allt vonandi fyrir rest. En það er rétt, þeim fer fækkandi. Þessvegna er kjörið tækifæri að mæta og skoða þessar vélar núna, bara í miklu návígi, að geta snert þær og skoðað þær bara í fyrstu persónu,” sagði Matthías. Flugvélin Placid Lassie, máluð með innrásarröndum D-dagsins 6. júní 1944.Einar Árnason Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra þriggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför klukkan 8:30 í fyrramálið, á miðvikudagsmorgni. Vonast er til að tvær þær síðustu, sem biluðu á leiðinni, skili sér til Íslands á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá forystuvél Normandí-innrásarinnar koma inn til lendingar fyrir fimm árum, í leiðangri til að minnast 75 ára afmælis D-dagsins:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00