„Ömurleg staða að vera settur í“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2024 15:59 Elliði Vignisson segir óvissu nú uppi en það verði bara að taka á því. Ljóst er að það eru stíf fundarhöld framundan hjá bæjarstjóranum. Vísir/Egill Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. „Forsagan er sú að á þriðjudagskvöldið sendir First Water bréf á alla bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Ölfusi, upp á 213 orð og þrjá málsgreinar. Í einni málsgreininni leggst félagið eða forstjóri þess, gegn fyrirhugaðri framkvæmd Heidelberg og að svona starfsemi rísi,“ segir Elliði og klórar sér í kollinum. Hann segir að í þeirri stöðu sem upp var komin hafi góð ráð verið dýr. Það sé rétt að þessi tvö fyrirtæki eru við sömu götu en milli þeirra sé rúmur kílómetri. Nær standa tvö önnur sambærileg landeldisfyrirtæki og þaðan hafi engar athugasemdir komið. Það verður að eyða óvissunni „Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir,“ segir bæjarstjórinn sem nú stendur sveittur við að fara yfir málið og ræða við mann og annan. Allur frestur liðinn til að gera lögformlegar athugasemdir en í þessari stöðu hafi bæjarstjórn talið sér nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni og koma þessu í lögformlegt ferli. „Þetta er aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á náttúrufari og hefur lagst í miklar rannsóknir þar um.“ Elliði segir að menn hafi metið það svo að ekki var hægt að líta hjá bréfi Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water, þó ekki hafi það verið mikið efnislega. „Allir, og ekki síst ég, hefðum viljað ljúka þessu máli samhliða forsetakosningum. Það hefði verið gott á þeim forsendum að bæjarbúar vildu þetta eða féllu frá því.“ Heideilberg var tilbúið með sitt Vísir náði í skottið á Elliða rétt áður en hann fór á fund með fulltrúum First Water og Heidelberg. „Sveitarfélagið er ekki eitt í þessu. Heidelberg var búið að loka öllum sínum áætlunum. Það er ekki auðvelt að vinna sig út úr þessari stöðu.“ Elliði veit ekki hvað tekur við, hann telur að vert sé að farið verði í umhverfismat en þá aðeins á þeim þætti sem First Water hefur fett fingur út í, þær sértæku áhyggjur. Og hann telur að það eigi ekki að þurfa að taka langan tíma. „Svo hef ég óskað eftir fundi með forstjóra Skipulagsstofnunar. Við erum að reyna að finna bestu leiðina út úr þröngri stöðu. Og allt er þetta gert með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“ Ömurleg staða að vera settur í Ljóst er að nú þurfa menn að hafa hraðar hendur og atburðir hafa verið hraðir. Fundur á föstudegi þar sem ákveðið var að atkvæðagreiðsla sem fara átti fram á laugardegi var slegið á frest. „Þetta er ömurleg staða að vera settur í en nú er að vinna sig út úr því. Það er eitthvað í starfsemi Heidelberg sem vekur áhyggjur hjá First Water,“ segir Elliði. Og minnir enn á að þeir séu í kílómetra fjarlægð. Elliði segist ekki hafa hugmynd um hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Af sjö bæjarfulltrúum hafi aðeins einn gefið efnislega upp afstöðu sína. „Vonlaust er að vita hvernig atkvæðagreiðsla fer meðal bæjarbúa þegar ég veit ekki einu sinni hvernig hún fer milli bæjarfulltrúa. Þetta mál er ekki hvítt og svart. Þarna eru kostir, góð störf í boði, 700 milljónir á ári í sveitarfélagið, ný höfn fyrir utan Þorlákshöfn í kjölfarið, en á móti kemur að þetta er viðamikil starfsemi og verður áberandi í umhverfinu. Það þarf að taka efni á sjó og að einhverju leyti á landi. Mestu skiptir að þegar bæjarbúar greiða atkvæði að þeir hafi allar upplýsingar fyrirliggjandi.“ Ýmislegt undir og eins gott að vera viss Elliði segir jafn slæmt að samþykkja mölunarverksmiðju og fella ef ekki er vitað hvort hún valdi skaða. Þetta séu mikilvægar upplýsingar sem þurfi að ná fram. „Og það væri verulega hrokafullt af mér að segja til um hvernig atkvæðagreiðslan fari. Ég hef átt nógu erfitt með það þegar ég sjálfur á í hlut.“ Elliði segir margvíslega hagsmuni undir og það borgi sig ekki að anað að neinu. „Það verður ekki reist hér mölunarverksmiðja öðru vísi en bæjarbúar hafi greitt um það atkvæði. Og til þess þurfa bæjarbúar og ekki síst kjörnir fulltrúar, að fá fram þessa afstöðu First Water.“ Stjórnsýsla Skipulag Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Árborg Tengdar fréttir Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. 18. maí 2024 12:44 Því miður ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslu um verkefni Heidelberg Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. 18. maí 2024 09:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
„Forsagan er sú að á þriðjudagskvöldið sendir First Water bréf á alla bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Ölfusi, upp á 213 orð og þrjá málsgreinar. Í einni málsgreininni leggst félagið eða forstjóri þess, gegn fyrirhugaðri framkvæmd Heidelberg og að svona starfsemi rísi,“ segir Elliði og klórar sér í kollinum. Hann segir að í þeirri stöðu sem upp var komin hafi góð ráð verið dýr. Það sé rétt að þessi tvö fyrirtæki eru við sömu götu en milli þeirra sé rúmur kílómetri. Nær standa tvö önnur sambærileg landeldisfyrirtæki og þaðan hafi engar athugasemdir komið. Það verður að eyða óvissunni „Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir,“ segir bæjarstjórinn sem nú stendur sveittur við að fara yfir málið og ræða við mann og annan. Allur frestur liðinn til að gera lögformlegar athugasemdir en í þessari stöðu hafi bæjarstjórn talið sér nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni og koma þessu í lögformlegt ferli. „Þetta er aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á náttúrufari og hefur lagst í miklar rannsóknir þar um.“ Elliði segir að menn hafi metið það svo að ekki var hægt að líta hjá bréfi Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water, þó ekki hafi það verið mikið efnislega. „Allir, og ekki síst ég, hefðum viljað ljúka þessu máli samhliða forsetakosningum. Það hefði verið gott á þeim forsendum að bæjarbúar vildu þetta eða féllu frá því.“ Heideilberg var tilbúið með sitt Vísir náði í skottið á Elliða rétt áður en hann fór á fund með fulltrúum First Water og Heidelberg. „Sveitarfélagið er ekki eitt í þessu. Heidelberg var búið að loka öllum sínum áætlunum. Það er ekki auðvelt að vinna sig út úr þessari stöðu.“ Elliði veit ekki hvað tekur við, hann telur að vert sé að farið verði í umhverfismat en þá aðeins á þeim þætti sem First Water hefur fett fingur út í, þær sértæku áhyggjur. Og hann telur að það eigi ekki að þurfa að taka langan tíma. „Svo hef ég óskað eftir fundi með forstjóra Skipulagsstofnunar. Við erum að reyna að finna bestu leiðina út úr þröngri stöðu. Og allt er þetta gert með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“ Ömurleg staða að vera settur í Ljóst er að nú þurfa menn að hafa hraðar hendur og atburðir hafa verið hraðir. Fundur á föstudegi þar sem ákveðið var að atkvæðagreiðsla sem fara átti fram á laugardegi var slegið á frest. „Þetta er ömurleg staða að vera settur í en nú er að vinna sig út úr því. Það er eitthvað í starfsemi Heidelberg sem vekur áhyggjur hjá First Water,“ segir Elliði. Og minnir enn á að þeir séu í kílómetra fjarlægð. Elliði segist ekki hafa hugmynd um hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Af sjö bæjarfulltrúum hafi aðeins einn gefið efnislega upp afstöðu sína. „Vonlaust er að vita hvernig atkvæðagreiðsla fer meðal bæjarbúa þegar ég veit ekki einu sinni hvernig hún fer milli bæjarfulltrúa. Þetta mál er ekki hvítt og svart. Þarna eru kostir, góð störf í boði, 700 milljónir á ári í sveitarfélagið, ný höfn fyrir utan Þorlákshöfn í kjölfarið, en á móti kemur að þetta er viðamikil starfsemi og verður áberandi í umhverfinu. Það þarf að taka efni á sjó og að einhverju leyti á landi. Mestu skiptir að þegar bæjarbúar greiða atkvæði að þeir hafi allar upplýsingar fyrirliggjandi.“ Ýmislegt undir og eins gott að vera viss Elliði segir jafn slæmt að samþykkja mölunarverksmiðju og fella ef ekki er vitað hvort hún valdi skaða. Þetta séu mikilvægar upplýsingar sem þurfi að ná fram. „Og það væri verulega hrokafullt af mér að segja til um hvernig atkvæðagreiðslan fari. Ég hef átt nógu erfitt með það þegar ég sjálfur á í hlut.“ Elliði segir margvíslega hagsmuni undir og það borgi sig ekki að anað að neinu. „Það verður ekki reist hér mölunarverksmiðja öðru vísi en bæjarbúar hafi greitt um það atkvæði. Og til þess þurfa bæjarbúar og ekki síst kjörnir fulltrúar, að fá fram þessa afstöðu First Water.“
Stjórnsýsla Skipulag Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Árborg Tengdar fréttir Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. 18. maí 2024 12:44 Því miður ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslu um verkefni Heidelberg Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. 18. maí 2024 09:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. 18. maí 2024 12:44
Því miður ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslu um verkefni Heidelberg Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. 18. maí 2024 09:01
Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36