Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 09:26 Myndin af Rinehart er efst fyrir miðju. epa/Lukas Coch Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið. Ástralía Myndlist Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið.
Ástralía Myndlist Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira