Biden segir Ísraela saklausa af ásökunum um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 07:46 Stjórnvöld vestanhafs ítrekuðu stuðning sinn við Ísrael í gær. AP/Jacquelyn Martin Joe Biden Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gær þegar hann tjáði sig um ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um að gefa út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Ísrael vegna átakanna á Gasa. Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að óska eftir því að handtökuskipanir yrðu gefnar út á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant. Þá hefur hann einnig óskað eftir að gefnar verði út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Hamas; Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, Muhammad Deif, yfirmanni hermála, og Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas sem dvelur í Katar. Mennirnir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og þrátt fyrir að Khan talaði ekki um þjóðarmorð í beiðnum sínum um handtöku Netanyahu og Gallant voru Bandaríkjamenn fljótir að ítreka þá afstöðu sína að Ísraelsmenn væru saklausir af slíkum ásökunum. President Biden: "Let me be clear. We reject the ICC's application of arrest warrants against Israeli leaders. Whatever these warrants may imply, there is no equivalence between Israel and Hamas. And it’s clear Israel wants to do all it can to ensure civilian protection, but let… pic.twitter.com/r2hDgrpMnE— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) May 20, 2024 „Hermenn [Ísrael] vakna ekki á morgnana og fara af stað með skipanir um að myrða saklausa borgara í Gasa,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Stjórnvöld vestanhafs hafa verið nokkuð afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Ísraelsmenn þurfi að gera meira til að standa vörð um almenna borgar á Gasa og koma þeim til aðstoðar. Biden ítrekaði hins vegar að það stríð sem nú geisaði á svæðinu væri tilkomið vegna aðgerða Hamas. „Leyfið mér að vera alveg skýr; við höfnum umleitan ICC eftir handtökuskipunum gegn leiðtogum Ísrael,“ sagði Biden í gær. „Hvað svo sem þessar handtökuskipanir kunna að gefa til kynna þá er ekki hægt að leggja Ísrael og Hamas að jöfnu.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að óska eftir því að handtökuskipanir yrðu gefnar út á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant. Þá hefur hann einnig óskað eftir að gefnar verði út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Hamas; Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, Muhammad Deif, yfirmanni hermála, og Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas sem dvelur í Katar. Mennirnir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og þrátt fyrir að Khan talaði ekki um þjóðarmorð í beiðnum sínum um handtöku Netanyahu og Gallant voru Bandaríkjamenn fljótir að ítreka þá afstöðu sína að Ísraelsmenn væru saklausir af slíkum ásökunum. President Biden: "Let me be clear. We reject the ICC's application of arrest warrants against Israeli leaders. Whatever these warrants may imply, there is no equivalence between Israel and Hamas. And it’s clear Israel wants to do all it can to ensure civilian protection, but let… pic.twitter.com/r2hDgrpMnE— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) May 20, 2024 „Hermenn [Ísrael] vakna ekki á morgnana og fara af stað með skipanir um að myrða saklausa borgara í Gasa,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Stjórnvöld vestanhafs hafa verið nokkuð afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Ísraelsmenn þurfi að gera meira til að standa vörð um almenna borgar á Gasa og koma þeim til aðstoðar. Biden ítrekaði hins vegar að það stríð sem nú geisaði á svæðinu væri tilkomið vegna aðgerða Hamas. „Leyfið mér að vera alveg skýr; við höfnum umleitan ICC eftir handtökuskipunum gegn leiðtogum Ísrael,“ sagði Biden í gær. „Hvað svo sem þessar handtökuskipanir kunna að gefa til kynna þá er ekki hægt að leggja Ísrael og Hamas að jöfnu.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira