Öfgar og ósannindi Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. maí 2024 23:58 Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innflytjendamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun