Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 23:39 Björgunarsveitarmeðlimir bera lík eins fórnarlambsslyssins á börum. AP/Azin Haghighi Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. Abdulkadir Uraloğlu, samgöngumálaráðherra Tyrklands, segir að þegar ljóst var að slys hafi orðið hafi tyrknesk yfirvöld leitað að merki frá merkissvara þyrlunnar sem sendir út lofthæð og staðsetningu þyrlunnar. „En því miður, er líklegast að slökkt hafi verið á merkissvaranum eða að þyrlan hafi ekki verið með slíkan búnað um borð,“ segir Uraloğlu. Guardian greinir einnig frá því að íranska ríkisstjórnin hafi verið hvött til þess að ganga frá kaupum á tveimur rússneskum þyrlum ætluðum innanlandsflutninga ráðherra og embættismanna vegna áhyggna af aldri þyrluflota ríkisstjórnarinnar. Þyrlan sem hrapaði var af gerðinni Bell 212, tveggja hreyfla vél sem getur borið 15 manns. Forsetinn var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins þegar slysið varð, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Rannsóknarteymi á vegum íranskra stjórnvalda er þegar komið á vettvang og skoðar aðstæður. Hinar tvær þyrlurnar í hópnum komust óhultar á áfangastað og enn sem komið er hafa engar ásakanir um spellvirki verið lagðar fram. Þyrlan lenti í vandræðum í mikilli þoku og þokunni létti ekki og því gekk leitarstarf brösulega. Samkvæmt írönskum ríkismiðlum skall þyrlan utan í fjall og fuðraði hreinlega upp. Ayatollann Ali Khomenei hefur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg og verður forsetinn borinn til hinstu hvílu á miðvikudaginn næstkomandi. Kosningar til nýs forseta verða haldnar í lok júní. Í millitíðinni mun Mohammad Mokhber varaforseti gegna skyldum embættisins. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Abdulkadir Uraloğlu, samgöngumálaráðherra Tyrklands, segir að þegar ljóst var að slys hafi orðið hafi tyrknesk yfirvöld leitað að merki frá merkissvara þyrlunnar sem sendir út lofthæð og staðsetningu þyrlunnar. „En því miður, er líklegast að slökkt hafi verið á merkissvaranum eða að þyrlan hafi ekki verið með slíkan búnað um borð,“ segir Uraloğlu. Guardian greinir einnig frá því að íranska ríkisstjórnin hafi verið hvött til þess að ganga frá kaupum á tveimur rússneskum þyrlum ætluðum innanlandsflutninga ráðherra og embættismanna vegna áhyggna af aldri þyrluflota ríkisstjórnarinnar. Þyrlan sem hrapaði var af gerðinni Bell 212, tveggja hreyfla vél sem getur borið 15 manns. Forsetinn var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins þegar slysið varð, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Rannsóknarteymi á vegum íranskra stjórnvalda er þegar komið á vettvang og skoðar aðstæður. Hinar tvær þyrlurnar í hópnum komust óhultar á áfangastað og enn sem komið er hafa engar ásakanir um spellvirki verið lagðar fram. Þyrlan lenti í vandræðum í mikilli þoku og þokunni létti ekki og því gekk leitarstarf brösulega. Samkvæmt írönskum ríkismiðlum skall þyrlan utan í fjall og fuðraði hreinlega upp. Ayatollann Ali Khomenei hefur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg og verður forsetinn borinn til hinstu hvílu á miðvikudaginn næstkomandi. Kosningar til nýs forseta verða haldnar í lok júní. Í millitíðinni mun Mohammad Mokhber varaforseti gegna skyldum embættisins.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira