Þolinmæði saminganefnda á þrotum Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 20. maí 2024 20:39 Saminganefndir VM og RSÍ eru að verða úrkula vonar um að samningar náist. Vísir/Rúnar Félagsmenn VM og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa nú verið samningslausir í fjóra mánuði og segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, að þolinmæðin sé á þrotum. Komi til aðgerða af þeirra hálfu gæti það haft rafmagnsskort í för með sér. Guðmundur og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í orkugeiranum þegar kemur að kjaraviðræðum. Þar segja þeir viðsemjendur sína ekki hafa sýnt fram á samningsvilja. „Staðan er sú að félagsfólk þessara félaga innan orkugeirans hefur verið samningslaust í bráðum fjóra mánuði án þess að fram hafi farið raunverulegt samtal um kjör þess, öryggi eða starfsumhverfi,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Þar skrifa þeir jafnframt að samninganefndir félaganna tveggja séu að verða úrkula vonar um að skrifað verði undir nýjan samning. Næstu skref verði tekin með þá stöðu að leiðarljósi. „Framganga SA við samningaborðið hefur ekki verið til þess fallin að þoka viðræðunum í rétta átt,“ skrifa þeir. Fundir sem gætu verið tölvupóstar Guðmundur segir lítið hafa hreyfst í viðræðunum síðustu vikurnar og segir samningsvilja viðsemjenda sinna vera lítinn. Viðræður séu ekki að stranda á launaliðnum heldur frekar atriðum eins og bakvöktum og útköllum. Aðspurður segir hann ekkert ákveðið um næstu skref en að eitthvað þurfi að fara að breytast ætli Samtök atvinnulífsins að ná samningum. „Við erum búin að eiga hérna nokkra fundi sem hefðu getað verið tölvupóstur. Það er ekki forsvaranlegt að kalla menn, utan af landi jafnvel, á fundi sem gerist ekki neitt á,“ segir Guðmundur. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort að þetta séu fyrirtækin eða hvort að SA er að halda utan um þetta þannig að þau vilji draga þetta einhverra hluta vegna en þá eiga menn bara að segja okkur það,“ bætir hann við. Aðgerðir hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér Komi til aðgerða gætu afleiðingar þeirra orðið skortur á rafmagni. Guðmundur segist þó vona að ekki þurfa að grípa til slíkra ráða. „Víðtækust áhrifa eru náttúrlega það að það verður skortur á rafmagni. Það er hægt að bregðast við með því að skera niður hjá stóriðju til að láta önnur fyrirtæki hafa en það er þeirra vandamál. Við eigum bara eftir að taka þetta samtal og ég vona svo sannarlega að fyrirtækin setjist við borðið og við klárum þetta fljótt og vel,“ segir hann. Er einhver fundur boðaður? „Nei, enginn ákveðinn fundur eins og er en ég vonast til að við fáum að heyra í sáttasemjara fljótlega á morgun eða á hinn.“ Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Guðmundur og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í orkugeiranum þegar kemur að kjaraviðræðum. Þar segja þeir viðsemjendur sína ekki hafa sýnt fram á samningsvilja. „Staðan er sú að félagsfólk þessara félaga innan orkugeirans hefur verið samningslaust í bráðum fjóra mánuði án þess að fram hafi farið raunverulegt samtal um kjör þess, öryggi eða starfsumhverfi,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Þar skrifa þeir jafnframt að samninganefndir félaganna tveggja séu að verða úrkula vonar um að skrifað verði undir nýjan samning. Næstu skref verði tekin með þá stöðu að leiðarljósi. „Framganga SA við samningaborðið hefur ekki verið til þess fallin að þoka viðræðunum í rétta átt,“ skrifa þeir. Fundir sem gætu verið tölvupóstar Guðmundur segir lítið hafa hreyfst í viðræðunum síðustu vikurnar og segir samningsvilja viðsemjenda sinna vera lítinn. Viðræður séu ekki að stranda á launaliðnum heldur frekar atriðum eins og bakvöktum og útköllum. Aðspurður segir hann ekkert ákveðið um næstu skref en að eitthvað þurfi að fara að breytast ætli Samtök atvinnulífsins að ná samningum. „Við erum búin að eiga hérna nokkra fundi sem hefðu getað verið tölvupóstur. Það er ekki forsvaranlegt að kalla menn, utan af landi jafnvel, á fundi sem gerist ekki neitt á,“ segir Guðmundur. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort að þetta séu fyrirtækin eða hvort að SA er að halda utan um þetta þannig að þau vilji draga þetta einhverra hluta vegna en þá eiga menn bara að segja okkur það,“ bætir hann við. Aðgerðir hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér Komi til aðgerða gætu afleiðingar þeirra orðið skortur á rafmagni. Guðmundur segist þó vona að ekki þurfa að grípa til slíkra ráða. „Víðtækust áhrifa eru náttúrlega það að það verður skortur á rafmagni. Það er hægt að bregðast við með því að skera niður hjá stóriðju til að láta önnur fyrirtæki hafa en það er þeirra vandamál. Við eigum bara eftir að taka þetta samtal og ég vona svo sannarlega að fyrirtækin setjist við borðið og við klárum þetta fljótt og vel,“ segir hann. Er einhver fundur boðaður? „Nei, enginn ákveðinn fundur eins og er en ég vonast til að við fáum að heyra í sáttasemjara fljótlega á morgun eða á hinn.“
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira