Ríkisútvarpið greindi frá.
Quang Lé, sem er einnig þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við ýmis konar rekstur. Hann var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á veitingastöðum, hóteli og gistiheimili sem hann rak.
Níu manns eru enn með stöðu sakbornings í málinu. Þrír eru í gæsluvarðhaldi, Quang Lé, kærasta hans og bróðir. Gæsluvarðhaldi yfir kærustu hans og bróður lýkur á morgun en þá kemur í ljós hvort farið verði fram á framlengingu.