Meistararnir úr leik eftir stærstu endurkomu sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 08:30 Anthony Edwards fagnar körfu í sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets í oddaleik liðanna í nótt. AP/David Zalubowski Minnesota Timberwolves komst í nótt í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA þegar liðið vann útisigur á meisturum Denver Nuggets í hreinum úrslitaleik í einvígi liðanna. Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira