Meistararnir úr leik eftir stærstu endurkomu sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 08:30 Anthony Edwards fagnar körfu í sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets í oddaleik liðanna í nótt. AP/David Zalubowski Minnesota Timberwolves komst í nótt í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA þegar liðið vann útisigur á meisturum Denver Nuggets í hreinum úrslitaleik í einvígi liðanna. Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira