„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 15:05 Karl segir það alls ekki svo að tútturnar úti á landi séum að reyna að taka LEB yfir, þó Sigurður Ágúst telji svo vera. vísir/vilhelm/aðsend Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“ Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“
Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira