Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 13:50 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Nokkrir nemendur lýstu yfir stuðningi við Arnór skólastjóra í mars. Vísir Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar. Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar.
Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira