„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:02 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. „Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sjá meira
„Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sjá meira