„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2024 20:52 Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr í kappræðunum á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins. NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins.
NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira