Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 16. maí 2024 17:01 „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun