Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. maí 2024 14:18 Arnar Magnússon knúsaði vinn sinn til 40 ára vel, eftir að hafa komið honum til bjargar úr sökkvandi bátnum Vísir/Sigurjón Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“ Á þriðja tímanum í nótt hvolfdi strandveiðibátur norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en Arnar Magnússon, skipstjóri annars strandveiðibáts, kom skipverjanum til bjargar. Báturinn var svo dreginn í land. Fréttastofa tók Arnar tali í dag þegar hann var að landa í Sandgerði. Arnar, sem er skipstjóri á Kola GK 41 fór um svipað leyti út á sjó og kollegi hans sem lenti í hremmingunum. „Við vorum að fara á sjó félagarnir, ég talaði við hann rétt fyrir utan innsiglinguna. Ég sé svo þennan fraktara fara vesturúr. Svo þegar ég kem þarna utar sé ég eitthvað sem ég hélt að væri gámur á floti, svo sé ég að þetta er bátur, ég tek hring og þegar ég kom nær og sá nafnið á bátnum þá fékk ég sting í hjartað. Þessi maður, ég hef þekkt hann í 40 ár.“ Hann hafi strax kallað á Landhelgisgæsluna og látið vita hvað var að ske, báturinn hafi verið á hvolfi og maðurinn inni í, og hann hafi ekkert getað gert. „Svo allt í einu skýtur hann upp, hann var búinn að koma sér í flotgallann og komast út, þannig ég dröslaði honum um borð og sagði honum að slaka á.“ Arnar hafi þurft að skera skálmurnar af flotgallanum til að ná honum um borð, því hann hafi verið fullur af sjó. Hann hafi svo gefið honum hlý föt og kaffi. Hann segir að þá hafi báturinn verið kominn með stefnið alveg upp, og að skipverjinn hefði ekki mátt fara mikið seinna frá borði. „En þetta var bara yndislegt, við knúsuðumst vel,“ segir Arnar. Hvernig var ástandið á honum? „Honum var bara ískalt, þess vegna dreif ég hann í þurr föt og var svona að nudda hann og reyna fá hita í hann. En ég var ekki lengi í land.“ Mikið högg hafi komið á bátinn „Hann sagði að það hefði komið svaka högg á bátinn, þannig að ég tengdi það strax við fraktarann, af því að hann var utar og það passaði við fjarlægðina,“ segir Arnar. Hann telur að þeir hafi lent saman. Báturinn sé um fimm tonn, og mikið þurfi til að slíkur bátur hvolfi í blíðu. Það sé í raun ekki um annað að dreifa en að fraktarinn hafi lent á honum. Skemmdir eru á stefni fraktskipsinsÓskar P. Friðriksson Veistu hvort það séu einhverjar skemmdir á bátnum? „Það eru skemmdir á honum. Það eru líka skemmdir á skipinu, það er komið í Vestmannaeyjahöfn. Þetta fer sína leið bara, í kerfinu“ Augljósar skemmdir eru á bátnumVísir/Sigurjón Augljósar skemmdir eru á bátnumVísir/Sigurjón Þegar Arnar kom í land með manninn biðu hans sjúkrabíll og lögreglan. Hann hafi þá ákveðið að fara aftur út á sjó því að allt fór vel, og það hafi skilað sér. „Lífið heldur áfram, og fyrst þetta fór vel verður maður að halda áfram.“ Þegar fréttastofa tók hann tali var hann nýkominn í land með troðfull kör af þorski. Hann segir að hann hafi verið 44 ár á sjó, en róðurinn í nótt hafi verið stærsti róður ævi sinnar. Aflinn skipti engu máli þegar vinur til 40 ára er annars vegar. Hefurðu heyrt í honum eitthvað í dag? „Hann hringdi í mig áðan, þá var hann bara sprækur. Hann ætlaði að fara kíkja á bátinn hérna í morgun þegar búið var að taka hann upp. Það er bara yndislegt, það fer ekki alltaf svona vel“ Fraktskipið Longdawn er í VestmannaeyjahöfnÓskar P. Friðriksson Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16. maí 2024 11:42 Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Á þriðja tímanum í nótt hvolfdi strandveiðibátur norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en Arnar Magnússon, skipstjóri annars strandveiðibáts, kom skipverjanum til bjargar. Báturinn var svo dreginn í land. Fréttastofa tók Arnar tali í dag þegar hann var að landa í Sandgerði. Arnar, sem er skipstjóri á Kola GK 41 fór um svipað leyti út á sjó og kollegi hans sem lenti í hremmingunum. „Við vorum að fara á sjó félagarnir, ég talaði við hann rétt fyrir utan innsiglinguna. Ég sé svo þennan fraktara fara vesturúr. Svo þegar ég kem þarna utar sé ég eitthvað sem ég hélt að væri gámur á floti, svo sé ég að þetta er bátur, ég tek hring og þegar ég kom nær og sá nafnið á bátnum þá fékk ég sting í hjartað. Þessi maður, ég hef þekkt hann í 40 ár.“ Hann hafi strax kallað á Landhelgisgæsluna og látið vita hvað var að ske, báturinn hafi verið á hvolfi og maðurinn inni í, og hann hafi ekkert getað gert. „Svo allt í einu skýtur hann upp, hann var búinn að koma sér í flotgallann og komast út, þannig ég dröslaði honum um borð og sagði honum að slaka á.“ Arnar hafi þurft að skera skálmurnar af flotgallanum til að ná honum um borð, því hann hafi verið fullur af sjó. Hann hafi svo gefið honum hlý föt og kaffi. Hann segir að þá hafi báturinn verið kominn með stefnið alveg upp, og að skipverjinn hefði ekki mátt fara mikið seinna frá borði. „En þetta var bara yndislegt, við knúsuðumst vel,“ segir Arnar. Hvernig var ástandið á honum? „Honum var bara ískalt, þess vegna dreif ég hann í þurr föt og var svona að nudda hann og reyna fá hita í hann. En ég var ekki lengi í land.“ Mikið högg hafi komið á bátinn „Hann sagði að það hefði komið svaka högg á bátinn, þannig að ég tengdi það strax við fraktarann, af því að hann var utar og það passaði við fjarlægðina,“ segir Arnar. Hann telur að þeir hafi lent saman. Báturinn sé um fimm tonn, og mikið þurfi til að slíkur bátur hvolfi í blíðu. Það sé í raun ekki um annað að dreifa en að fraktarinn hafi lent á honum. Skemmdir eru á stefni fraktskipsinsÓskar P. Friðriksson Veistu hvort það séu einhverjar skemmdir á bátnum? „Það eru skemmdir á honum. Það eru líka skemmdir á skipinu, það er komið í Vestmannaeyjahöfn. Þetta fer sína leið bara, í kerfinu“ Augljósar skemmdir eru á bátnumVísir/Sigurjón Augljósar skemmdir eru á bátnumVísir/Sigurjón Þegar Arnar kom í land með manninn biðu hans sjúkrabíll og lögreglan. Hann hafi þá ákveðið að fara aftur út á sjó því að allt fór vel, og það hafi skilað sér. „Lífið heldur áfram, og fyrst þetta fór vel verður maður að halda áfram.“ Þegar fréttastofa tók hann tali var hann nýkominn í land með troðfull kör af þorski. Hann segir að hann hafi verið 44 ár á sjó, en róðurinn í nótt hafi verið stærsti róður ævi sinnar. Aflinn skipti engu máli þegar vinur til 40 ára er annars vegar. Hefurðu heyrt í honum eitthvað í dag? „Hann hringdi í mig áðan, þá var hann bara sprækur. Hann ætlaði að fara kíkja á bátinn hérna í morgun þegar búið var að taka hann upp. Það er bara yndislegt, það fer ekki alltaf svona vel“ Fraktskipið Longdawn er í VestmannaeyjahöfnÓskar P. Friðriksson
Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16. maí 2024 11:42 Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16. maí 2024 11:42
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23