Telja að Bruno verði áfram á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2024 07:00 Bruno Fernandes fer ekki fet nema eitthvað óvænt gerist. Shaun Botterill/Getty Images Þrátt fyrir orðróma þess efnis að Bruno Fernandes væri að hugsa sér til hreyfings þá hafi hann ákveðið að vera áfram í herbúðum Manchester United eftir að funda nýverið með félaginu. David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira