„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 12:42 Mótmælendur við georgíska þinghúsið í Tíblisi í dag. Þeir óttast að nýju lögin verði notuð til þess að kæfa pólitískt andóf gegn stjórnvöldum í landinu. AP/Shakh Aivazov Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Nýju lögin þvinga félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem fá fimmtung tekna sinna erlendis frá til þess að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta eftirliti dómsmálaráðuneytisins. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt frumvarpinu undanfarnar vikur. Ríkisstjórn landsins hafði áður verið gerð afturreka með sambærilegt frumvarp vegna fjöldamótmæla. Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn kom frumvarpinu í gegnum þing í dag. Mikil spenna var í þingsal og kom til ryskinga á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Irakli Kobakhidze, forsætisráðherra, sagði í dag að ef ríkisstjórnin kæmi málinu ekki í gegn tapaði Georgía fullveldi sínu. Landið gæti auðveldlega deilt örlögum Úkraínu. Hann skýrði þau ummæli sín ekki frekar. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á lögin. Það dugar þó skammt því stjórnarflokkurinn getur trompað neitunarvald hennar með annarri atkvæðagreiðslu á þingi. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar nýju laganna telja að þau dragi úr möguleikum landsins að fá aðild að sambandinu. Georgía Rússland Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Nýju lögin þvinga félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem fá fimmtung tekna sinna erlendis frá til þess að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta eftirliti dómsmálaráðuneytisins. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt frumvarpinu undanfarnar vikur. Ríkisstjórn landsins hafði áður verið gerð afturreka með sambærilegt frumvarp vegna fjöldamótmæla. Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn kom frumvarpinu í gegnum þing í dag. Mikil spenna var í þingsal og kom til ryskinga á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Irakli Kobakhidze, forsætisráðherra, sagði í dag að ef ríkisstjórnin kæmi málinu ekki í gegn tapaði Georgía fullveldi sínu. Landið gæti auðveldlega deilt örlögum Úkraínu. Hann skýrði þau ummæli sín ekki frekar. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á lögin. Það dugar þó skammt því stjórnarflokkurinn getur trompað neitunarvald hennar með annarri atkvæðagreiðslu á þingi. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar nýju laganna telja að þau dragi úr möguleikum landsins að fá aðild að sambandinu.
Georgía Rússland Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09