Von á ákæru eftir spennuþrungna daga í Malmö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2024 10:56 Joost Klein á fjólublá dreglinum í Malmö í síðustu viku. Getty/Martin Sylvet Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni. Ástæðan fyrir brottvísun Klein hefur verið nokkuð óljós en má rekja til þess að kvörtunar starfsmanns við framleiðslu baksviðs þess efnis að Klein hefði hótað honum. Jimmy Moodin, talsmaður sænsku lögreglunnar, tjáði Guardian að rannsókn málsins væri lokið og ákvörðun um ákæru væri handan við hornið, innan næstu tveggja vikna. Moodin vildi ekki tjá sig hvers eðlis hótunin væri. Sænskir miðlar telja líklegast að Klein hljóti sekt verði hann ákærður og sakfelldur fyrir hótunina. Hollenska sjónvarpið lýsti yfir hneykslan sinni vegna brottvísunar og sagði Klein hafa framkvæmt „ógnandni hreyfingu“ gagnvart kvikmyndatökukonu en ekki snert hana. Klein hefði verið myndaður í óþökk við fyrirliggjandi samkomulag og brugðist illa við. Alls konar vesen í Malmö Samband evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU), sem stendur að Eurovision, sagði í yfirlýsingu í gær vonbrigði hve margar þjóðir hefðu ekki haft reglur í heiðri varðandi stríðsátökin á Gasa. „Við ræddum við nokkrar þjóðir á meðan hátíðinni stóð vegna ýmissa atriða sem okkur var bent á,“ sagði í yfirlýsingu EBU. Portúgal kvartaði yfir hve langan tíma tók að birta framlag þeirra, í flutningi Iolöndu, á YouTube. EBU svaraði því til að vandamálið hefði verið að neglur hennar hefðu verið málaðar til stuðnings Palestínu. Þá kvartaði Bambie Thug frá Írlandi yfir umfjöllun um lag Írlands í ísraelska sjónvarpinu. Ýmsir keppendur lýstu andrúmsloftinu baksviðs sem ömurlegu og spennuþrungnu. Tugþúsundir mótmæltu á götum Malmö og kölluðu eftir vopnahlé á Gasa. Kvöldið einfaldlega áfall Eden Golan, fulltrúi Ísraels, sagði á Instagram að keppninni lokinni að það væri lygi að halda því fram að það hefði verið auðvelt að keppa. „En með stuðningi ykkar og ást fann ég styrk til að halda áfram og ná fram minni allra bestu frammistöðu.“ Ísrael fékk næstflest stig í símakosningu en dómarar um alla Evrópu gáfu framlaginu fá stig. Íslendingar veittu Ísrael átta stig í símakosningu. Silvester Belt frá Litháen, sem var á eftir Ísrael í röðinni á úrslitakvöldinu, lýsti kvöldinu sem hálfgerðu áfalli. „Að vera næst í röðinni á eftir þessu landi, með þessa spennu meðal áhorfenda, er eitthvað það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Ég gerði það besta sem ég gat miðað við aðstæður.“ Nemo frá Sviss, sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni, sagði að það þyrfti að laga hitt og þetta þegar kæmi að Eurovision. Þá gagnrýndi Evrópuráðið þá ákvörðun EBU að banna áhorfendum að flagga Evrópusambandsfánanum á úrslitakvöldinu. Frétt Guardian. Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Þessi skipuðu íslensku dómnefndina í Eurovision Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár var skipuð af fimm einstaklingum með ólíka reynslu úr tónlistarbransanum. Þar á meðal er Diljá Pétursdóttir, keppandi Íslands í Eurovision í fyrra. 13. maí 2024 13:51 Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. 13. maí 2024 12:04 Þessi lönd gáfu Íslandi stigin þrjú Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig. 13. maí 2024 10:10 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Ástæðan fyrir brottvísun Klein hefur verið nokkuð óljós en má rekja til þess að kvörtunar starfsmanns við framleiðslu baksviðs þess efnis að Klein hefði hótað honum. Jimmy Moodin, talsmaður sænsku lögreglunnar, tjáði Guardian að rannsókn málsins væri lokið og ákvörðun um ákæru væri handan við hornið, innan næstu tveggja vikna. Moodin vildi ekki tjá sig hvers eðlis hótunin væri. Sænskir miðlar telja líklegast að Klein hljóti sekt verði hann ákærður og sakfelldur fyrir hótunina. Hollenska sjónvarpið lýsti yfir hneykslan sinni vegna brottvísunar og sagði Klein hafa framkvæmt „ógnandni hreyfingu“ gagnvart kvikmyndatökukonu en ekki snert hana. Klein hefði verið myndaður í óþökk við fyrirliggjandi samkomulag og brugðist illa við. Alls konar vesen í Malmö Samband evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU), sem stendur að Eurovision, sagði í yfirlýsingu í gær vonbrigði hve margar þjóðir hefðu ekki haft reglur í heiðri varðandi stríðsátökin á Gasa. „Við ræddum við nokkrar þjóðir á meðan hátíðinni stóð vegna ýmissa atriða sem okkur var bent á,“ sagði í yfirlýsingu EBU. Portúgal kvartaði yfir hve langan tíma tók að birta framlag þeirra, í flutningi Iolöndu, á YouTube. EBU svaraði því til að vandamálið hefði verið að neglur hennar hefðu verið málaðar til stuðnings Palestínu. Þá kvartaði Bambie Thug frá Írlandi yfir umfjöllun um lag Írlands í ísraelska sjónvarpinu. Ýmsir keppendur lýstu andrúmsloftinu baksviðs sem ömurlegu og spennuþrungnu. Tugþúsundir mótmæltu á götum Malmö og kölluðu eftir vopnahlé á Gasa. Kvöldið einfaldlega áfall Eden Golan, fulltrúi Ísraels, sagði á Instagram að keppninni lokinni að það væri lygi að halda því fram að það hefði verið auðvelt að keppa. „En með stuðningi ykkar og ást fann ég styrk til að halda áfram og ná fram minni allra bestu frammistöðu.“ Ísrael fékk næstflest stig í símakosningu en dómarar um alla Evrópu gáfu framlaginu fá stig. Íslendingar veittu Ísrael átta stig í símakosningu. Silvester Belt frá Litháen, sem var á eftir Ísrael í röðinni á úrslitakvöldinu, lýsti kvöldinu sem hálfgerðu áfalli. „Að vera næst í röðinni á eftir þessu landi, með þessa spennu meðal áhorfenda, er eitthvað það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Ég gerði það besta sem ég gat miðað við aðstæður.“ Nemo frá Sviss, sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni, sagði að það þyrfti að laga hitt og þetta þegar kæmi að Eurovision. Þá gagnrýndi Evrópuráðið þá ákvörðun EBU að banna áhorfendum að flagga Evrópusambandsfánanum á úrslitakvöldinu. Frétt Guardian.
Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Þessi skipuðu íslensku dómnefndina í Eurovision Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár var skipuð af fimm einstaklingum með ólíka reynslu úr tónlistarbransanum. Þar á meðal er Diljá Pétursdóttir, keppandi Íslands í Eurovision í fyrra. 13. maí 2024 13:51 Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. 13. maí 2024 12:04 Þessi lönd gáfu Íslandi stigin þrjú Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig. 13. maí 2024 10:10 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Þessi skipuðu íslensku dómnefndina í Eurovision Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár var skipuð af fimm einstaklingum með ólíka reynslu úr tónlistarbransanum. Þar á meðal er Diljá Pétursdóttir, keppandi Íslands í Eurovision í fyrra. 13. maí 2024 13:51
Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. 13. maí 2024 12:04
Þessi lönd gáfu Íslandi stigin þrjú Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig. 13. maí 2024 10:10