Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:22 Semaglutide var upphaflega notað gegn sykursýki. Vísir/EPA Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira