Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni hjá Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki svarað frekari spurningum um rannsókn málsins sem er enn í fullum gangi.
Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn rætur að rekja til Palestínu en búið hér á landi í langan tíma. Hann bjó í bílskúr sem hann leigði af manni sem er einn þeirra sem eru í haldi vegna málsins. Hin þrjú sem einnig eru í haldi tengjast þeim manni fjölskylduböndum.
RÚV greindi frá því í gær að eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn.
Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær sagði Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið væri í áfalli.