„Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:30 Sigurður Pétursson fagnar sigri Keflavíkur í gær en hann var besti maður vallarins enda frábær bæði sókn og vörn. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Pétursson átti frábæran leik í gær þegar Keflavíkurliðið þurfti svo mikið á honum að halda. Keflavík tryggði sér oddaleik með 89-82 sigri á Grindavík. Sigurður ræddi meðal annars samfélagsmiðlafærslu og rauðrófusafa í viðtalinu eftir leikinn. Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira