Læknirinn mátti læsa dætur sínar inni eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 10:59 Maðurinn hefur meðal annars starfað á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Vísir/Vilhelm Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var sýknaður af ákæru um brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á föstudag. Landsréttur leit svo á að hann hefði ekki brotið á dætrum sínum með því að slá á fingur þeirra og læsa þær inni í uppeldisskyni. Mál mannsins vakti talsverða athygli þegar greint var frá því árið 2022. Hann var ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann var sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hann var einnig ákærður fyrir andlegt ofbeldi með því að láta eiginkonuna borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Játaði að hafa slegið á putta og læst dæturnar inni Þá var hann ákærður fyrir endurtekið ofbeldi gagnvart þremur dætrum sínum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þær inni í herbergi. Með dómi Héraðsdóms Vestfjarða í nóvember árið 2022 var maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að eiginkonu hans. Hann var aftur á móti sakfelldur fyrir brotin gegn dætrum sínum og dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Las um aðferðina í bæklingi Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi neitað því að hafa slegið á fingur dætra sinna í refsingarskyni eða að hafa lokað þær inni í refsingarskyni. Hann hafi gengist við því að hafa slegið einum fingri í áttina að eldri systrunum eða laust á hendur þeirra. Um hafi verið að ræða snertingu til að ná athygli þeirra, sem hluti af samræðu. Þetta hafi ekki gerst oft, aðeins þegar systurnar hafi verið farnar að slást eða verið við það að fara að slást, og aldrei gagnvart yngstu dótturinni. Hann hafi einnig gengist við því að hafa, ásamt eiginkonu sinni, notað uppeldisaðferð sem þau hafi kallað „time out“, sem felist í því að setja börn í einveru til að róa þau niður, þegar þau eru orðin of æst til að geta átt í góðum samskiptum. Aðferðinni hafi ekki verið beitt nema barnið hefði fengið tvær til fjórar viðvaranir, væri við það að valda systkini sínu skaða og léti ekki af hegðun sinni þrátt fyrir að gripið hefði verið til annarra ráða. Aðferðinni hefði verið beitt samtals fimm til tíu sinnum á tveggja ára tímabili, frá um það bil fjögurra ára aldri eldri dætranna, en aldrei gagnvart yngstu dótturinni. Einungis ein hefði verið sett inn í herbergi í einu og það tæki um það til bil þrjár til fimm mínútur fyrir barn að róast. Hann hafi gengist við því að hann og móðirin hefðu læst herberginu í fyrstu tvö skiptin sem þessu var beitt á elstu dótturina, þar sem hún hafi hlaupið út úr herberginu. Síðan hafi dæturnar farið að læra á aðferðina. Hann hafi sagt dætrunum hafa verið sagt að fara inn í herbergið en í þeim tilvikum sem þær hefðu ekki orðið við því hefði verið haldið á þeim inn. „Tók ákærði fram að hann hefði lesið um þessa aðferð árið 2015 í bæklingi um úrræði þegar börn væru erfið og ákærði hefur vísað til umfjöllunar um aðferðina og meðal annars lagt fram gögn frá leikskólum um svokallaða jákvæða einveru.“ Forsjárdeila hafi áhrif á framburðinn Í dóminum segir að fyrir héraðsdómi hafi eiginkona læknisins borið fyrir um ofbeldi hans gagnvart dætrum þeirra. Hún hafi lýst nokkuð alvarlegra háttsemi en í ákæru greinir og framburður hennar hafi ekki verið í samræmi við framburð annarra vitna. Þannig hafi hún til að mynda borið að maðurinn hefði mjög oft lokað dæturnar inni, það hefði varað í fimmtán til tuttugu mínútur og verið með sama hætti og venjulega þegar móðir hennar var í heimsókn. Þá hafi hún kveðið dæturnar hafa verið barðar. Móðir hennar, sem dvaldi mikið á heimilinu, hafi hins vegar borið um tvö tilvik þar sem dóttir hafi verið lokuð inni og nefnt fimm mínútur í því samhengi, auk þess sem hún hafi kveðist ekki hafa orðið vitni að því að maðurinn hefði slegið til dætranna. „Við mat á framburði eiginkonunnar er einnig óhjákvæmilegt að líta til þess að húnog ákærði hafa allt frá því að málið kom upp átt í forsjárdeilum og ótvírætt er að niðurstaða þessa máls hefur þýðingu í forsjármálinu.“ Tengdó kom til bjargar Í dóminum segir að maðurinn hafi verið stöðugur og samkvæmur sjálfur sér í framburði sínum. Þá telji dómurinn að framburði hans, um að hann hafi leitast við að beita uppeldisaðferðum sem hann taldi viðurkenndar í því skyni að hafa jákvæð áhrif á erfiða hegðun, hafi ekki verið hnekkt. Þá sé einnig til þess að líta að framburður mannsins hafi að nokkru leyti fengið stoð í framburði tengdamóður hans. Að virtu öllu framangreindu og gögnum málsins verði ekki talið að ákæruvaldinu hafi gegn eindreginni neitun mannsins tekist að færa sönnur á að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, það er að hann hafi beitt dætur sínar líkamlegu ofbeldi með því að slá þær á fingur í refsingarskyni eða lokað þær inni í refsingarskyni. Komi því ekki önnur háttsemi til álita en sú sem maðurinn sjálfur hefur lýst að hann hafi viðhaft. Ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að sú háttsemi geti ein og sér varðað við þau ákvæði sem í ákæru greinir. Því var maðurinn sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldins og öllum einkaréttarkröfum vísað frá dómi. Allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, alls um fjórtán milljónir króna. Heimilisofbeldi Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Mál mannsins vakti talsverða athygli þegar greint var frá því árið 2022. Hann var ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann var sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hann var einnig ákærður fyrir andlegt ofbeldi með því að láta eiginkonuna borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Játaði að hafa slegið á putta og læst dæturnar inni Þá var hann ákærður fyrir endurtekið ofbeldi gagnvart þremur dætrum sínum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þær inni í herbergi. Með dómi Héraðsdóms Vestfjarða í nóvember árið 2022 var maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að eiginkonu hans. Hann var aftur á móti sakfelldur fyrir brotin gegn dætrum sínum og dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Las um aðferðina í bæklingi Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi neitað því að hafa slegið á fingur dætra sinna í refsingarskyni eða að hafa lokað þær inni í refsingarskyni. Hann hafi gengist við því að hafa slegið einum fingri í áttina að eldri systrunum eða laust á hendur þeirra. Um hafi verið að ræða snertingu til að ná athygli þeirra, sem hluti af samræðu. Þetta hafi ekki gerst oft, aðeins þegar systurnar hafi verið farnar að slást eða verið við það að fara að slást, og aldrei gagnvart yngstu dótturinni. Hann hafi einnig gengist við því að hafa, ásamt eiginkonu sinni, notað uppeldisaðferð sem þau hafi kallað „time out“, sem felist í því að setja börn í einveru til að róa þau niður, þegar þau eru orðin of æst til að geta átt í góðum samskiptum. Aðferðinni hafi ekki verið beitt nema barnið hefði fengið tvær til fjórar viðvaranir, væri við það að valda systkini sínu skaða og léti ekki af hegðun sinni þrátt fyrir að gripið hefði verið til annarra ráða. Aðferðinni hefði verið beitt samtals fimm til tíu sinnum á tveggja ára tímabili, frá um það bil fjögurra ára aldri eldri dætranna, en aldrei gagnvart yngstu dótturinni. Einungis ein hefði verið sett inn í herbergi í einu og það tæki um það til bil þrjár til fimm mínútur fyrir barn að róast. Hann hafi gengist við því að hann og móðirin hefðu læst herberginu í fyrstu tvö skiptin sem þessu var beitt á elstu dótturina, þar sem hún hafi hlaupið út úr herberginu. Síðan hafi dæturnar farið að læra á aðferðina. Hann hafi sagt dætrunum hafa verið sagt að fara inn í herbergið en í þeim tilvikum sem þær hefðu ekki orðið við því hefði verið haldið á þeim inn. „Tók ákærði fram að hann hefði lesið um þessa aðferð árið 2015 í bæklingi um úrræði þegar börn væru erfið og ákærði hefur vísað til umfjöllunar um aðferðina og meðal annars lagt fram gögn frá leikskólum um svokallaða jákvæða einveru.“ Forsjárdeila hafi áhrif á framburðinn Í dóminum segir að fyrir héraðsdómi hafi eiginkona læknisins borið fyrir um ofbeldi hans gagnvart dætrum þeirra. Hún hafi lýst nokkuð alvarlegra háttsemi en í ákæru greinir og framburður hennar hafi ekki verið í samræmi við framburð annarra vitna. Þannig hafi hún til að mynda borið að maðurinn hefði mjög oft lokað dæturnar inni, það hefði varað í fimmtán til tuttugu mínútur og verið með sama hætti og venjulega þegar móðir hennar var í heimsókn. Þá hafi hún kveðið dæturnar hafa verið barðar. Móðir hennar, sem dvaldi mikið á heimilinu, hafi hins vegar borið um tvö tilvik þar sem dóttir hafi verið lokuð inni og nefnt fimm mínútur í því samhengi, auk þess sem hún hafi kveðist ekki hafa orðið vitni að því að maðurinn hefði slegið til dætranna. „Við mat á framburði eiginkonunnar er einnig óhjákvæmilegt að líta til þess að húnog ákærði hafa allt frá því að málið kom upp átt í forsjárdeilum og ótvírætt er að niðurstaða þessa máls hefur þýðingu í forsjármálinu.“ Tengdó kom til bjargar Í dóminum segir að maðurinn hafi verið stöðugur og samkvæmur sjálfur sér í framburði sínum. Þá telji dómurinn að framburði hans, um að hann hafi leitast við að beita uppeldisaðferðum sem hann taldi viðurkenndar í því skyni að hafa jákvæð áhrif á erfiða hegðun, hafi ekki verið hnekkt. Þá sé einnig til þess að líta að framburður mannsins hafi að nokkru leyti fengið stoð í framburði tengdamóður hans. Að virtu öllu framangreindu og gögnum málsins verði ekki talið að ákæruvaldinu hafi gegn eindreginni neitun mannsins tekist að færa sönnur á að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, það er að hann hafi beitt dætur sínar líkamlegu ofbeldi með því að slá þær á fingur í refsingarskyni eða lokað þær inni í refsingarskyni. Komi því ekki önnur háttsemi til álita en sú sem maðurinn sjálfur hefur lýst að hann hafi viðhaft. Ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að sú háttsemi geti ein og sér varðað við þau ákvæði sem í ákæru greinir. Því var maðurinn sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldins og öllum einkaréttarkröfum vísað frá dómi. Allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, alls um fjórtán milljónir króna.
Heimilisofbeldi Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira