Skoðun

Kosningar nálgast

Halldóra Æsa Aradóttir skrifar

Það líður að kosningu forseta Íslands, kosningabaráttan fer að ná hámarki og framboð forsetaefna er fjölbreytt. Að hverju leitum við að þegar við veljum okkur forseta? Hvað er það sem telst til kosta? Hvað þarf viðkomandi einstaklingur að hafa til brunns að bera? Það er að mörgu að hyggja og mismunandi hvað hverjum þykir best og réttast.

Í upphafi árs var farið að ræða um hvaða einstaklingar væru frambærilegir. Ýmis nöfn komu upp, sumir tilkynntu framboð og aðrir tilkynntu að þeir ætluðu ekki í framboð. Ég fór að velta fyrir mér hverju ég leitaði að í fari forseta og hvað mér þætti forseti lýðveldisins eiga að standa fyrir.

Þegar Helga Þórisdóttir tilkynnti sitt framboð fann ég að hún stóð undir þeim væntingum sem ég geri til embættisins. Hún er hlý, fáguð og greind, heiðarleg og samkvæm sjálfri sér. Hún á auðvelt með að koma fyrir sig orði, talar mörg tungumál og yrði okkur Íslendingum til sóma hérlendis sem erlendis. Því mun ég kjósa Helgu Þórisdóttur til forseta Íslands, 1. júní næstkomandi.

Höfundur er lyfjafræðingur.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×