Blóðugt upp fyrir axlir Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 13. maí 2024 09:00 Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun