Mætti í eftirpartý og verður eftir í Malmö Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 16:48 Joost Klein var spáð nokkuð góðu gengi á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í gær. Þó varð ekkert úr því þar sem honum var vikið úr keppni vegna meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU. AP/Martin Meissner Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið. Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code. Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code.
Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira