Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:30 Mads Mensah í baráttu við Ými Örn Gíslason í leik á einu fjölmargra stórmóta sem Mensah hefur spilað á; EM 2022. Getty/Sanjin Strukic Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni. Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira