Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 11:23 Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af fimmtíu mörkum Íslands á miðvikudaginn. vísir/Hulda Margrét Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36) Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36)
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira