Risarnir frá Antwerp unnu einvígi liðanna í átta liða úrslitum um belgíska meistaratitilinn, 2-0.
Styrmir stóð fyrir sínu í leiknum í kvöld. Hann skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Styrmir hitti úr fimm af tíu skotum sínum í leiknum.
Jón Axel Guðmundsson og samherjar hans í Alicante töpuðu fyrir San Pablo Burgos, 73-83, í lokamumferð spænsku B-deildarinnar. Alicante endaði í 7. sæti og fer í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.
Jón Axel skoraði fimm stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.