Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 17:53 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2022. AP/Julia Nikhinson Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira
Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira