Apple biðst afsökunar á auglýsingu fyrir nýjan iPad Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 08:17 Sumir segja auglýsinguna endurspegja framtíðarsýn þar sem tæknin hefur komið í stað mannshandarinnar. Apple Apple hefur beðist afsökunar vegna auglýsingar sem hefur vakið mikla reiði. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýjan iPad en hún sýnir pressu kremja ýmsa hluti á borð við bækur, hljóðfæri og aðrar táknmyndir listarinnar. Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“. Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu. Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024 Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple. Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt. Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim. Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi. Tækni Neytendur Menning Apple Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“. Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu. Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024 Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple. Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt. Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim. Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi.
Tækni Neytendur Menning Apple Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira