Rekin út af fyrir litla töf, Nadía reddaði Fanneyju og Blikar sjóðheitir Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 12:31 Breiðablik hefur farið á kostum í upphafi tímabils í Bestu deildinni. vísir/Anton Það var nóg um að vera í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þegar þrír leikir fóru fram. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft í Kaplakrika, hjá FH og Þrótti, en Breiðablik og Valur héldu áfram á sigurbraut. FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18. Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.
Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira