Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 23:40 Ástþór Magnússon telur alvarlega stöðu komna upp fari Facebook að skipta sér af kosningum á Íslandi. Vísir/Vilhelm Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. Ástþór greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hann segir þessar fregnir vera mikið áfall fyrir kosningabaráttu hans enda hefur miklum fjármunum verið varið í að auglýsa hann á Facebook. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, hefur rúmum sex milljónum króna verið eytt í að auglýsa framboðssíðuna á samfélagsmiðlum. „Það hefur verið talað um það að ég hafi auglýst mest af öllum, fyrir milljónir króna. Þannig þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Ástþór. „Ástæðurnar sem okkur eru gefnar eru út í hött. Það er bara bullshit.“ Að sögn Ástþórs hefur hann ekki getað fengið svör frá Meta um það hvers vegna þessar ákvarðanir hafi verið teknar. „Þau segja bara að skipun hafi komið að ofan, og þau vita ekki ástæðuna.“ Alvarleg afskipti af íslenskum kosningum Með þessu er alvarleg staða komin upp að sögn Ástþórs. Þarna séu Bandaríkin að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi. „Það er mín skoðun að Bandarísk stjórnvöld eru að reyna að þagga niður framboðið því ég er að gagnrýna þessi vopnakaup. Það held ég að sé ástæðan,“ segir Ástþór sem fullyrðir að það liggi fyrir að mikil tengsl séu á milli Meta og bandarískra stjórnvalda. Facebook sé ekki óháð þeim þrátt fyrir að vera einkafyrirtæki. „Það hefur verið mikil umræða um það hvernig Bandaríkin hafa verið að blanda sér í kosningar í öðrum löndum. Rússar og Kínverjar hafa verið vændir um að blanda sér í kosningar í Bandaríkjunum. Þarna sérðu hvernig Bandaríkin eru að blanda sér í kosningar á Íslandi. Ástþór minnist á hugmynd sem hann hefur lagt til í kosningabaráttu sinni: Að stofnaður verði íslenskur samfélagsmiðill. „Fjölmiðlarnir ættu bara að fara saman í átak með einkaaðilum, forritunarfyrirtækjum og gera þetta,“ segir hann. „Það þarf bara að kasta þessu fyrirtæki út á haf. Þetta kristallast nú fyrir framan augun á okkur hvernig þetta er að stýra umræðunni.“ Kosningabaráttan ónýt ef skellt er í lás og slá Ekki er rukkað fyrir auglýsingarnar fyrir birtingu heldur jafnóðum, útskýrir Ástþór. Hann segist því ekki hafa borgað fyrir auglýsingar sem eiga eftir að birtast. Þrátt fyrir það segir hann áfallið fjárhagslegt að einhverju leiti. „Þegar maður er búinn að leggja milljónir króna í að kynna framboðið, og svo er fótunum kippt svona undan manni þegar það er stutt í kosningar þá er verið að eyðileggja allt sem er búið að byggja upp,“ segir Ástþór. „Ég er búinn að vera byggja upp ákveðinn takt. Kosningabaráttan er í raun ónýt ef það er lokað á þetta allt í einu.“ Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00 Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58 Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ástþór greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hann segir þessar fregnir vera mikið áfall fyrir kosningabaráttu hans enda hefur miklum fjármunum verið varið í að auglýsa hann á Facebook. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, hefur rúmum sex milljónum króna verið eytt í að auglýsa framboðssíðuna á samfélagsmiðlum. „Það hefur verið talað um það að ég hafi auglýst mest af öllum, fyrir milljónir króna. Þannig þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Ástþór. „Ástæðurnar sem okkur eru gefnar eru út í hött. Það er bara bullshit.“ Að sögn Ástþórs hefur hann ekki getað fengið svör frá Meta um það hvers vegna þessar ákvarðanir hafi verið teknar. „Þau segja bara að skipun hafi komið að ofan, og þau vita ekki ástæðuna.“ Alvarleg afskipti af íslenskum kosningum Með þessu er alvarleg staða komin upp að sögn Ástþórs. Þarna séu Bandaríkin að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi. „Það er mín skoðun að Bandarísk stjórnvöld eru að reyna að þagga niður framboðið því ég er að gagnrýna þessi vopnakaup. Það held ég að sé ástæðan,“ segir Ástþór sem fullyrðir að það liggi fyrir að mikil tengsl séu á milli Meta og bandarískra stjórnvalda. Facebook sé ekki óháð þeim þrátt fyrir að vera einkafyrirtæki. „Það hefur verið mikil umræða um það hvernig Bandaríkin hafa verið að blanda sér í kosningar í öðrum löndum. Rússar og Kínverjar hafa verið vændir um að blanda sér í kosningar í Bandaríkjunum. Þarna sérðu hvernig Bandaríkin eru að blanda sér í kosningar á Íslandi. Ástþór minnist á hugmynd sem hann hefur lagt til í kosningabaráttu sinni: Að stofnaður verði íslenskur samfélagsmiðill. „Fjölmiðlarnir ættu bara að fara saman í átak með einkaaðilum, forritunarfyrirtækjum og gera þetta,“ segir hann. „Það þarf bara að kasta þessu fyrirtæki út á haf. Þetta kristallast nú fyrir framan augun á okkur hvernig þetta er að stýra umræðunni.“ Kosningabaráttan ónýt ef skellt er í lás og slá Ekki er rukkað fyrir auglýsingarnar fyrir birtingu heldur jafnóðum, útskýrir Ástþór. Hann segist því ekki hafa borgað fyrir auglýsingar sem eiga eftir að birtast. Þrátt fyrir það segir hann áfallið fjárhagslegt að einhverju leiti. „Þegar maður er búinn að leggja milljónir króna í að kynna framboðið, og svo er fótunum kippt svona undan manni þegar það er stutt í kosningar þá er verið að eyðileggja allt sem er búið að byggja upp,“ segir Ástþór. „Ég er búinn að vera byggja upp ákveðinn takt. Kosningabaráttan er í raun ónýt ef það er lokað á þetta allt í einu.“
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00 Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58 Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00
Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58
Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40