„Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 22:04 Pétur Ingvarsson virtist ekki ná að miðla sínum áherslum til sinna manna í kvöld Vísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var daufur í dálkinn þegar Andri Már Eggertsson tók hann tali eftir stórt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld en lokatölur leiksins urðu 96-71. Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira