„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 15:55 Kristrún notaði tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að lýsa því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horfið frá því sem heita má ábyrgð í efnahagsmálum. Bjarni sagði þetta bull og vitleysu. vísir/arnar/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira