Viltu bjarga heiminum? Samfélagsdrifnar loftslagslausnir Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 8. maí 2024 13:01 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar