Taka bóluefni AstraZeneca úr sölu vegna dvínandi eftirspurnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 11:20 Bóluefni AstraZeneca var meðal annars gefið á Íslandi þegar bólusetningar gegn Covid-19 hófust árið 2021. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið AstraZeneca hefur ákveðið að innkalla bóluefni sitt gegn Covid-19 vegna dvínandi eftirspurnar á heimsvísu. Fyrirtækið var áður hætt að framleiða og dreifa bóluefninu sem var eitt það fyrsta sem var þróað gegn veirunni skæðu. Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira