Af hverju kýs ég ekki Katrínu Jakobs Birgir Dýrfjörð skrifar 7. maí 2024 23:31 Meðal vina minna er dálæti mitt á Katrínu Jakobsdóttur vel þekkt. Ég hef ævinlega gengið undir högg fyrir hana þegar fólk hefur rakkað niður persónu hennar. Þó er langt frá því að ég hafi verið eða sé samþykkur pólitískum ákvörðunum hennar. Sem sagt, mér finnst Katrín Jakobsdóttir frábær persóna, - af hverju kýs ég hana þá ekki? Góða skýringu á því má finna í þekktum spakmælum. „Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert, og líka „Hver dregur dám af sínum sessunauti.“ Katrín er vissulega sterkur frambjóðandi, en ekki nógu sterk tel ég til að sleppa óskemmd frá þeirri vanhelgu sambúð, sem hún valdi sér við mykju-dreifarana, sem valsa að vild sinni og ausa úr sér á verndarsvæði Moggans. Blaðinu til skammar og ærlegum lesendum þess til ama. Með þeirri sambúð varð hún að mínu viti vanhæf sem forseti Íslendinga. Það er hennar ógæfa. Hennar bíða líklega sömu örlög og skjaldbökunnar sem ferjaði sporðdrekann á bakinu. Dýrmæt þekking Baldurs Sem betur fer fyrir okkur kjósendur þá er fleira gott fólk í boði en Katrín Jakobsdóttir. Sá frambjóðandi sem mér þykir vænlegastur er Baldur Þórhallsson. Í mín eyru er Baldri lýst þannig af þeim sem þekkja vel til hans, að hann sé drenglundaður og umhyggjusamur einstaklingur, afar vel greindur og með sérþekkingu, sem hentar vel forseta. Hann er sérmenntaður um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðtogar smáríkja gætu því, ef þannig ber til, leitað í smiðju forseta Íslands eftir þekkingu, og hollráðum um hagsmuni smáríkja. Samkynhneigð Allt eru þetta góðir kostir sem Baldur býr yfir. Þá er ótalinn sá þáttur í hans fari sem snertir fjölda fólks um allan heim. Sá þáttur varðar miklu fyrir fjölskyldur og fólk ,sem er niðurlægt, ofsótt og smánað og limlest, fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Allt það fólk, - hvar sem er í veröldinni, - mun finna styrk og fyrirmynd í Baldri þórhallssyni. Það getur þá sagt með stolti; forseti Íslands er líka samkynhneigður. Kosning Baldurs Þórhallssonar mun vekja mikla athygli. Hún segir við heiminn: Svona eru Íslendingar þeir virða friðhelgi og rétt allra til einkalífs, eins og stjórnarskrá þeirra boðar. Kosning hans eikur umburðarlyndi og styrkir stöðu jaðarsettra einstaklinga. Sú staðreynd ein og sér verður mér, og vonandi fleiri kjósendum, kærkomið tækifæri til að leggja ofsóttu fólki lið með þeim hætti, að kjósa Baldur sem forseta Íslands. Þannig geta Íslendingar orðið fyrirmynd um réttsýni og mannvirðingu og kærleika Höfundur er iðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Birgir Dýrfjörð Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Meðal vina minna er dálæti mitt á Katrínu Jakobsdóttur vel þekkt. Ég hef ævinlega gengið undir högg fyrir hana þegar fólk hefur rakkað niður persónu hennar. Þó er langt frá því að ég hafi verið eða sé samþykkur pólitískum ákvörðunum hennar. Sem sagt, mér finnst Katrín Jakobsdóttir frábær persóna, - af hverju kýs ég hana þá ekki? Góða skýringu á því má finna í þekktum spakmælum. „Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert, og líka „Hver dregur dám af sínum sessunauti.“ Katrín er vissulega sterkur frambjóðandi, en ekki nógu sterk tel ég til að sleppa óskemmd frá þeirri vanhelgu sambúð, sem hún valdi sér við mykju-dreifarana, sem valsa að vild sinni og ausa úr sér á verndarsvæði Moggans. Blaðinu til skammar og ærlegum lesendum þess til ama. Með þeirri sambúð varð hún að mínu viti vanhæf sem forseti Íslendinga. Það er hennar ógæfa. Hennar bíða líklega sömu örlög og skjaldbökunnar sem ferjaði sporðdrekann á bakinu. Dýrmæt þekking Baldurs Sem betur fer fyrir okkur kjósendur þá er fleira gott fólk í boði en Katrín Jakobsdóttir. Sá frambjóðandi sem mér þykir vænlegastur er Baldur Þórhallsson. Í mín eyru er Baldri lýst þannig af þeim sem þekkja vel til hans, að hann sé drenglundaður og umhyggjusamur einstaklingur, afar vel greindur og með sérþekkingu, sem hentar vel forseta. Hann er sérmenntaður um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðtogar smáríkja gætu því, ef þannig ber til, leitað í smiðju forseta Íslands eftir þekkingu, og hollráðum um hagsmuni smáríkja. Samkynhneigð Allt eru þetta góðir kostir sem Baldur býr yfir. Þá er ótalinn sá þáttur í hans fari sem snertir fjölda fólks um allan heim. Sá þáttur varðar miklu fyrir fjölskyldur og fólk ,sem er niðurlægt, ofsótt og smánað og limlest, fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Allt það fólk, - hvar sem er í veröldinni, - mun finna styrk og fyrirmynd í Baldri þórhallssyni. Það getur þá sagt með stolti; forseti Íslands er líka samkynhneigður. Kosning Baldurs Þórhallssonar mun vekja mikla athygli. Hún segir við heiminn: Svona eru Íslendingar þeir virða friðhelgi og rétt allra til einkalífs, eins og stjórnarskrá þeirra boðar. Kosning hans eikur umburðarlyndi og styrkir stöðu jaðarsettra einstaklinga. Sú staðreynd ein og sér verður mér, og vonandi fleiri kjósendum, kærkomið tækifæri til að leggja ofsóttu fólki lið með þeim hætti, að kjósa Baldur sem forseta Íslands. Þannig geta Íslendingar orðið fyrirmynd um réttsýni og mannvirðingu og kærleika Höfundur er iðnaðarmaður
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar