Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Árni Sæberg skrifar 7. maí 2024 17:03 Aðalmeðferð í máli Enoks fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45